HSÍ sendi í dag 28-manna lista til Evrópska handknattleikssambandsins, EHF, yfir þá leikmenn sem landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson hefur úr að velja fyrir EM karla í handbolta sem hefst í Króatíu í janúar.
Athygli vekur að Róbert Gunnarsson er á lista en hann hafði gefið það út að landsliðsskórnir væru komnir á hilluna.
Hef ekki verið hress með línumannsstöðuna
Róbert leikur í dag með Árósum og er besti sóknarlínumaður sem íslenska landsliðið hefur átt síðasta áratuginn. Hann hefur skorað 773 mörk í 276 landsleikjum fyrir Íslands hönd og farið á fimmtán stórmót.
Geir sagði í samtali við RÚV í dag að hann hefði ekki verið sáttur með frammistöðu línumanna í síðustu verkefnum. „Í stuttu máli kemur það þannig til að ég hef ekki verið allt of hress með línumannsstöðuna. Ég sló því á þráðinn til Róberts og við spjölluðum saman og niðurstaðan varð sú að hann var klár í nafnið hans færi á þennan lista yfir 28 leikmenn sem koma til greina. Hann er klár í að taka þátt ef hann verður fyrir valinu að lokum,“ sagði Geir í dag.
Arnór Atlason inni en enginn Vignir Svavarsson
Geir er einnig með Arnór Atlason í hópnum sem hefur ekki verið valinn í síðustu verkefni en línumaðurinn Vignir Svavarsson kemur ekki til greina að þessu sinni. Þá er Gunnar Steinn Jónsson ekki á listanum en Hreiðar Levý Guðmundsson, sem hefur slegið í gegn með Gróttu, er einn af fjórum markvörðum sem koma til greina.
Þessir leikmenn eru á 28-manna lista hjá Geir:*
Markverðir:
- Björgvin Páll Gústavsson, Haukar
- Aron Rafn Eðvarsson, ÍBV
- Ágúst Elí Björgvinsson, FH
- Hreiðar Levý Guðmundsson, Gróttu
Línumenn:
- Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV
- Róbert Gunnarsson, Århus Håndbold
- Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad
- Bjarki Már Gunnarsson, Stjarnan
- Atli Ævar Ingólfsson, Selfoss
Vinstri skyttur:
- Aron Pálmarsson, Barcelona
- Arnór Atlason, Ålborg Håndbold
- ÓIafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad
- Daníel Þór Ingason, Haukar
- Ólafur Gústafsson, KIF Kolding
- Elvar Örn Jónsson, Selfoss
Hægri skyttur:
- Rúnar Kárason, TSV Hannover/Burgdorf
- Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes
- Geir Guðmunsson, Cesson Rennes
- Ómar Ingi Magnússon, Århus Håndbold
Miðjumenn:
- Janus Daði Smárason, Ålborg Håndbold
- Ýmir Örn Gíslason, Valur
- Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH
Vinstra horn:
- Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen
- Stefán Rafn Sigurmannsson, SC Pick Szeged
- Bjarki Már Elísson, Füchse Berlin
Hægra horn:
- Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club
- Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV
- Óðinn Þór Ríkharðsson, FH
*Stöður leikmanna eru skráðar eins og þær eru færðar til bókar hjá EHF samkvæmt listanum.