Reykjavíkurborg hefur boðað til blaðamannafundar þar sem fyrstu aðgerðir borgarinnar vegna Covid-19 faraldursins verða kynntar. Fundurinn verður haldinn klukkan 16 í sal borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Hann verður í beinni útsendingu hér á rúv.is. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum hér að ofan.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur fyrstur til máls. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, fær þá orðið. Það kann að vera að aðrir oddvitar tali einnig en sú röð var ekki komin á hreint þegar upplýsingafulltrúi borgarinnar sendi fjölmiðlum tilkynningu um korter í 16.