Frá árinu 1936 hafa kvenfélagskonur á Húsavík hist að vori og föndrað saman mæðradagsblóm sem þær selja til styrktar einstæðum foreldrum. „Við erum vanalega að gera svona 400 blóm. Þetta er alveg rosalega skemmtilegur dagur. Það er ekkert oft sem við hittumst svona allar í einu þannig að þetta er svona einn af mínum uppáhaldsdögum í kvenfélaginu," segir Helga Dóra Helgadóttir formaður blómanefndar kvenfélagsins.

Blómin hafa í öll þessi 83 ár verið gerð á sama hátt, úr gamalds kreppappír í öllum regnbogans litum. Það er viss kúnst móta blómin.

„Þú lærir þetta ekki í eitt skipti," segir Hrönn Káradóttir kvenfélagskona sem er komin með áratuga reynslu af því að búa til mæðradagsblóm.

„En þegar ég var stelpa og mamma var í þessu þá fékk ég aldrei að gera neitt, ég fékk bara að horfa á."