Kristinn Guðmundsson og Janus Bragi halda áfram ferð sinni um Reykjanesið í ferða- og matreiðsluþættinum Soði. Í öðrum þætti býr Kristinn til Rúgbrauðsdeig í bílnum sem hann bakar svo 14 tíma í Gunnuhveri.

Kristinn segir að hverinn heitir eftir Gunnu sem á að hafa dáið eldsvoða á bæ í nágrenninu og gengið aftur, en prestur hafi svo sært hana niður í hverinn. „Þetta er ofninn okkar, hvað ætli matvælastofnun segi við þessu?“ segir Kristinn þegar hann setur rúgbrauðið ofan í jörðina. Eftir 14 klukkutíma í jarðhitanum eru víst einhver áhöld um það hvort brauðið sé full bakað eður ei, en félagarnir ákveða að taka sénsinn. Förinni var því næst heitið til Reykjanesvita að elda plokkfisk til að hafa með (mögulega óbakaða) rúgbrauðinu.

Soð er nýr ferða- og matreiðsluþáttur þar sem Kristinn Guðmundsson ferðast með vini sínum, Janusi Braga, um heimaslóðir sínar á Reykjanesi og eldar fyrir hann. Fyrsti þáttur er á dagskrá RÚV á fimmtudagskvöld klukkan 20:05.