Hands On Hands er önnur sólóplata Sigurlaugar Gísladóttur, eða Mr. Sillu, í fullri lengd. Platan kom út 16. september hjá hinu nýstofnaða útgáfufyrirtæki Making Records.
Mr. Silla (Sigurlaug Gísladóttir) hefur verið íslensku tónlistarsenunni að góðu kunn síðan hún hóf samstarf við raftónlistarfrumherjana í múm á tvítugsaldri. Síðan hefur Silla unnið með ýmsum innan poppbransans meðal annars Low Roar og Snorra Helga.
Útgáfa frumraunar Mr. Sillu árið 2015 var plata samnefnd henni sem fékk milljónir streyma á Spotify og festi hana í sessi sem popptónlistarkonu. En meðfram poppbröltinu hefur Sigurlaug fundið sköpunargáfu sinni farveg í samstarfsverkefnum innan tísku og myndlistar.
Á Hands on Hands fjallar Mr. Silla um tvíræðni hluta sem spanna allt frá hversdagsleika ristaðs brauðs með smjöri og sultu til flókinna viðfangsefna eins og kyns og kynferðis. Léttleikandi og fjölbreyttur hljóðheimur Mr. Sillu spannar allt frá vönduðum kórútsetningum til popplaga sem fjalla um japanskar teiknimyndir fyrir fullorðna.
Hands on Hands var tekin upp í London og Berlín með upptökustjóranum Mike Lindsay sem hefur unnið með Tunng, Cheek Mountain Thief og fleirum. Auk þess kom upptökumaðurinn Sam Slater við sögu en hann hefur til dæmis unnið með Jóhanni Jóhannssyni, Ben Frost og Hildi Guðnadóttur.
Hands On Hands plata vikunnar á Rás 2 og þú getur hlustað á hana í heild í spilara hér að ofan með kynningum Sigurlaugar á tilurð lagana.