Guerilla Girls er nafnlaus hópur femínista sem hafa barist gegn ójafnrétti kynjanna í listheiminum í þrjá áratugi. Hópurinn var stofnaður í Bandaríkjunum og stendur fyrir einu aðalverki á Listahátíð, risastóru plakati sem hangir á Tollhúsinu í Reykjavík.

Þar er spurt hvers vegna 87% fjármagns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands hingað til hafi runnið til karla.

Þær segjast alltaf tala við fólk í þeim löndum sem þær eru að vinna verk í og reyni þannig að átta sig á hvers konar skilaboðum þær vilja koma á framfæri. Þær komust að því að íslenskar konur hafa mikil áhrif í samfélaginu, til dæmis í menningarheiminum og stjórnmálum en útsendarar hópsins þeim samt að athuga vel kvikmyndabransann því það virðist sem kvenfólk á Íslandi njóti jafns réttar á við karla alls staðar nema þar.

Þær segja þetta dálítið furðulegt þar sem kvikmyndaheimurinn, eins og önnur svið lista, gefi sig út fyrir að vera framsýnan en séu samt langt á eftir þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Erfitt sé að skýra það með öðru en mismunun þar sem konur séu reiðubúnaðar, vel menntaðar, færar og líka búnar að skrifa og framleiða ýmiss konar efni, sem komist hins vegar ekki í gegnum kerfið því þær eru ekki metnar að verðleikum.