Meisam Rafiei, landsliðsmaður Íslands í taekwondo, fær leyfi til að fara til Bandaríkjanna, en honum var í gær meinað að ferðast þangað til að keppa á Opna bandaríska meistaramótinu. Meisam fær sem íþróttamaður undanþágu frá tilskipun Donalds Trumps sem bannar fólki frá sjö ríkjum að koma til landsins.

Meisam sagðist í samtali við RÚV vera mjög ánægður með að fá að fara og þakkaði öllum fyrir stuðninginn og hjálpina. Hann fer til Bandaríkjanna á morgun og tekur þátt á Opna bandaríska meistaramótinu (US Open) í taekwondo.

„Ég ætla að segja að ég er mjög stoltur Íslendingur,“ sagði Meisam við RÚV.

Myndband af viðtali við Meisam má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.