Íslensku áhorfendurnir tóku kröftuglega undir þegar þjóðsöngur Íslands var spilaður fyrir leik liðsins gegn Ungverjalandi í Álaborg. Danskir umsjónarmenn virtust ekki ætla að klára þjóðsönginn en íslensku áhorfendurnir létu það ekki á sig fá heldur sungu hástöfum án undirleiks.