Þúsundir íbúa Hamborgar mótmæltu háu leiguverði í borginni í dag. Þetta eru ekki fyrstu mótmæli sinnar tegundar í Þýskalandi en íbúar Berlínar og annarra borga landsins hafa einnig staðið fyrir fjölmennum mótmælum regulega á síðustu misserum.

Mótmælendur gagnrýna meðal annars tíð kaup leigufélaga á gömlu húsnæði. Þeir segja íbúðirnar leigðar áfram á uppsprengdu verði eftir endurbætur og óttast að ef fram heldur sem horfir hafi eingöngu sterkefnaðir ráð á að búa í stórborgum Þýskalands.