Kalla þurfti á sjúkraliða inn í búningsklefa íslenska karlalandsliðsins þegar Ari Freyr Skúlason féll í yfirlið í klefanum eftir leik Íslands og Úkraínu. Aron Einar Gunnarsson var í viðtali hjá Einar Erni Jónssyni þegar atvikið átti sér stað.

Aroni Einari var eðlilega brugðið og kallaði á Alfreð Finnbogason sem stóð við búningsklefann. Samkvæmt heimildum leið yfir Ara Frey í klefanum en hann fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. Viðbrögð Arons má sjá í spilaranum hér að ofan.