Björn Kristinn Adolfsson sem býr á Sauðárkróki lenti í slysi 9 ára gamall og hefur glímt við fötlun síðan þá. Tíkurnar Káta og Jasmín veita honum góðan félagsskap og hann er duglegur að fara með þær út að hjóla.
Til að auðvelda sér lífið hannaði hann búnað aftan á hjólið sitt sem hann festir hundana í þannig þeir hjálpa til við að draga hjólið áfram. Hann segir þær Kátu og Jasmín sjá mestmegnis um erfiðið en hann þurfi að vera í þriðja gír til að fara fram úr þeim.
Ísgerður Gunnarsdóttir hitti Björn Kristin á Sauðárkróki á leið sinni um landið og stoppaði hann í stutt spjall og myndatöku fyrir Síðdegisútvarpið á Rás tvö.