Á föstudag voru Kraumsverðlaunin afhent í tólfta sinn en það er Kraumur tónlistarsjóður stendur fyrir afhendingu þeirra. Verðlaunin eru veitt fyrir þær íslensku hljómplötur sem dómnefnd þykir hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika.

Dómnefnd Kraumsverðlaunanna í ár tilnefndi 25 plötur sem voru valdar úr tæplega fjögur hundruð verka útgáfu á árinu. Sex listamenn fengu síðan Kraumsverðlaunin í ár en það voru þau Árni Matthíasson, Arnar Eggert Thoroddsen, Birna María Másdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Óli Dóri, Tanya Lind, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir sem skipuðu dómnefndina. 


Between Mountains - Faded

Fyrsta plata hljómsveitarinnar Between Mountains sem var stofnuð á Vestfjörðum fyrir tæpum þremur árum. Í kjölfarið sigraði dúettinn í Músíktilraunum árið 2017 og spilaði á fjölda tónleika auk þess að gefa út lag og lag. Platan sem nefnd er í höfuðið á sveitinni kom síðan út eftir mannabreytingar í nóvember og nú er Katla Vigdís ein ásamt aðstoðarfólki um að halda partýinu gangandi.


Sunna Margrét - Fuck It

Fyrsta sólóefni Sunnu Margrétar kom út sumarið 2017 þegar hún sendi frá sér lagið Hero Slave en áður hafði hún verið í rafsveitinni Bloodgroup. Platan sem fékk Kraumsverðlaun í ár heitir Art of History og var öll unnin af henni en hljóðblöndun var í höndum Janusar Rasmussen og Sveinbjörn Thorarensen hljómjafnaði.


Bjarki - Alone In Sandkassi

Bjarki Rúnar Sigurðarson er sennilega skærasta stjarna íslenskrar teknótónlistar eftir að lag hans I Wanna Go Bang tryllti dansgólf heimsins fyrir nokkrum árum. Breiðskífan sem fær Kraumsverðlaun heitir Happy Earthday og er dreift á vinýl af óháðu Berlínar-útgáfunni K7 Records sem flestar teknótófur þekkja.


K.Óla - Nýir draumar

ALLT VERÐUR ALLTÍLÆ er sjö laga plata sem kom út hjá post-dreifingu í sumar og vakti töluverða athygli. Katrín Helga Ólafsdóttir er einnig er þekkt sem K.Óla og segist vera manneskja sem gerir tónlist og alls konar.


GRÓA - Skrímslið er að ná þér

Önnur plata tríósins GRÓU er hin átta laga stuttskífa Í glimmerheimi. Hún er ekki konseptplata en á henni er rauður þráður að sögn stelpnanna. Platan kom út í vor og er undir áhrifum frá pönksveitum áttunda áratugarins.


Hlökk - (söngur hunangsfuglsins)

Reykjavíkurtríóið Hlökk fær Kraumsverðlaun í ár fyrir plötu sína Hulduljóð en sveitin er hugarfóstur tónskáldanna Ingibjargar Ýrar Skarphéðinsdóttur, Lilju Maríu Ásmundsdóttur og Ragnheiðar Erlu Björnsdóttur en þær leika og kveða tilraunakennda tónlist.