Orðið kona er talið eiga rætur að rekja allt aftur til indóevrópska frummálsins. Fornyrðin kvon og kván eru af sama meiði og einnig sambærilegar orðmyndir t.d. í fornensku og gotnesku.
Í endurgerðri mynd orðsins kona er atkvæðið -we- í stofni, sem í frumnorrænu varð að -o- á eftir samhljóða en -w- féll niður.
Í eignarfalli fleirtölu í nútímabeygingunni sjáum við leifar af w-inu: kvenna. Einnig í orðunum kvinna og kvendi og í fyrri liðnum kven-, í orðum eins og kvenleg.
Orðið yfir drottningu í nútímaensku er af sama forna orðstofni.
Málfarsmínútan er flutt í þættinum Samfélagið á Rás 1 þrisvar í viku.