Japanar búa sig nú undir mögulegt eldgos úr fjallinu Hakone í Kanagawa-héraði. Eftir fjölda jarðskjálfta um helgina var viðbúnaðarstig hækkað úr einum í tvo. 45 skjálftar mældust í gær. Hæsta viðbúnaðarstigið er fimm.

Jarðhitasvæðið í kringum fjallið er vinsælt bæði meðal innfæddra og erlendra ferðamanna. Þar þykir náttúrufegurðin mikil og hægt er að baða sig í jarðhitalaugum. Hakone rúmlega 1.400 metra hátt er í um 80 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Tókýó. Töluverðar jarðhræringar voru á svæðinu árið 2015 en talið er að fjallið hafi síðast gosið á 12. og 13. öld.

NHK greinir frá því að fyrirtæki á svæðinu undirbúi nú mögulega rýmingu á næstunni, ef það fer að gjósa, og hvernig eigi að koma upplýsingum sem víðast. Búið er að banna alla allan aðgang í nágrenni við gíginn. Hægt hefur verið að fara upp á fjallið með kláf en honum hefur nú verið lokað.