„Þetta er náttúrlega fyrsta skipti í dag sem að skóli og leikskóli er, kannski hversdagsleikinn að fara að taka við,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir ræddi við Magnús og Eyþór Jóvins, björgunarsveitarmann á Flateyri í dag. Eyþór var einn þeirra sem bjargaði stúlkunni sem var föst í snjóflóðinu í 40 mínútur. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá bara versnaði það og versnaði eftir því sem við grófum meira. Svo bara eftir 10 mínútur þarna inni þá er þetta bara orðið eins og gler. Þetta var mjög yfirþyrmandi,“ segir Eyþór. 

Viðtölin við Magnús og Eyþór má sjá í spilaranum hér að ofan.