Á vefnum Hinsegin frá Ö til A segir að orðið hinsegin eigi við um allt fólk sem er ekki gagnkynhneigt eða fellur ekki að því sem telst hefðbundið kyn eða kynhlutverk.
Í erindi um hinsegin orðræðu á vef Samtakanna ‘78 segir að hinsegin-hugtakið sameini fólk sem er í andstöðu við hið gagnkynhneigða tvíhyggjuregluverk, regluverk sem gefi fólki aðeins kost á að skilgreina sig sem karl eða konu og gangi út frá því að allt fólk sé gagnkynhneigt.
Málfarsmínútan er flutt í Samfélaginu á Rás 1 þrisvar sinnum í viku.