Orðið hinsegin á við um allt fólk sem er ekki gagnkynhneigt eða er í andstöðu við kynjatvíhyggju með öðrum hætti, til dæmis samkynhneigt fólk, trans og intersex.
En hvað er þá kynsegin?
Á vefnum Hinsegin frá Ö til A segir að orðið kynsegin eigi við um trans fólk eða fólk sem skilgreinir sig utan kynjatvíhyggju.
Kynjatvíhyggja er hugmyndin um að kynin séu aðeins tvö og að karlar og karlmennska sé konum og kvenleika æðri.
Kynsegin fólk skilgreini sig utan þessa kerfis, sem ekki eingöngu karlkyns eða kvenkyns. Kynvitund þess samræmist ekki því kyni sem því var úthlutað við fæðingu.
Málfarsmínútan er flutt í Samfélaginu á Rás 1 þrisvar í viku.