Söngkonan Hera Hjartardóttir er komin aftur til Íslands eftir að hafa dvalist í Nýja Sjálandi um langt árabil. Hún hyggur á útgáfu breiðskífu á þessu ári og leyfði Óla Palla að heyra forsmekkinn af henni í Stúdíó 12 á föstudaginn.
Hera hefur á dvöl sinni erlendis unnið með listafólki hvaðanæva úr heiminum og meðal annars séð um skipulagningu á tónleikaferðum og tónlistarhátíðum. Næsta sumar heldur hún svo sjálf í tónleikaferðalag um Ísland og ætlar hringinn í kringum landið.