Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur ekki talað við Sigmund Davíð Gunnlaugsson frá því að hann hafði betur í formannskjöri fyrir rúmri viku. Þetta kom fram í viðtali við Sigurð Inga í þættinum Forystusætinu í Sjónvarpinu í kvöld.
Sigurður Ingi segist hinsvegar hafa fengið skilaboð frá Sigmundi Davíð og býst við að setjast niður með honum á næstunni. Í viðtalinu segir hann að traustið þeirra í milli mætti vera betra og kveðst alltaf hafa verið ánægður með verk Sigmundar Davíðs fyrir Framsóknarflokkinn.
Horfa má á allt viðtalið við Sigurð Inga í spilaranum hér fyrir ofan.