Sú trú fólks að á einhverjum tímapunkti í fortíðinni hafi tungumálið verið fullkomið hefur verið kölluð gullaldartregi. 

Gullöld vísar til glæsilegs tímabils í sögu tungumálsins þegar málfar var til algjörrar fyrirmyndar. Vera má að í orðinu megi greina nokkurt háð - þar sem ýjað er að því að fólk sem syrgir blómaskeið tungunnar sé á villigötum því þetta blómaskeið sé einfaldlega ekki til.

Fólk hefur um aldir haft áhyggjur af hnignun íslenskrar tungu og málfari ungs fólks er oft kennt um. Elsta varðveitta dæmið um gullaldartrega Íslendings er í þremur dróttkvæðum vísum frá 13. öld. Skáldið reynir að kenna samtíðarfólki sínu að halda tveimur hljóðum aðgreindum - hljóðum sem runnu saman í það sem í nútímamáli er borið fram æ.

Málfarsmínútan er flutt í Samfélaginu á Rás 1 þrisvar í viku.