Eðvarð Lárusson er einn fremsti djass- og rokkgítarleikari þjóðarinnar. Hann hefur komið víða við á löngum ferli og setti saman fjölbreytta tónleika í lok tímabils síns sem bæjarlistamaður á Akranesi.
Rás 1 var á staðnum og sendir út hljóðritun frá tónleikunum mánudaginn 5.ágúst (á frídegi verslunarmanna) kl 16.05.
Á sviðinu í Gamla Kaupfélaginu komu fram tvær hljómsveitir. Njálssaga lék tónlist eftir Neil Young og Sementsstromparnir léku lög sem tengjast Akranesi á einn eða annan hátt.
Flytjendur voru trommuleikararnir Karl Pétur Smith og Birgir Baldursson, bassaleikararnir Pétur Sigurðsson og Valdimar Olgeirsson. Þorleifur Gaukur Davíðsson lék á munnhörpu og kjöltugítar og hljómsveitarstjórinn Eðvarð Lárusson á gítar.
Umsjón og upptökustjórn: Pétur Grétarsson.