Ljóðabókin Stökkbrigði eftir Hönnu Óladóttur er fyrsta bók höfundar. Í þessari fallegu bók tekst höfundur á löngu liðið áfall, það versta allra áfalla, barnsmissi og það ekki einu sinni heldur tvisvar. Tuttugu árum síðar á námskeiði í skapandi skrifum sem Hanna sótti þegar hún var að ná sér eftir að hafa unnið yfir sig við að skrifa doktorsritgerð vann hún er þessari reynslu í ljóðum.

Fyrstu ljóðin sem komu og síðar fengu að vera með í bókinni voru þakklætisljóð. Því ég er þakklát fyrir að hafa mátt eignast drengina mína, segir Hanna í viðtalinu. Ljóðlistin skiptir svo miklu máli fyrir þakklæti, því með henni er hægt að setja slíkar tilfinninga og líka aðrar tilfinningar, eins og sorg, í  búning, gefa þeim form.

Hanna sagði einnig að sér hefði verið í mun að gera þessa reynslu sína sammannlega. Það hafa svo margir misst og allir verða fyrir áföllum. Þá hefði verið  henni sérstakt gleðiefni hversu margir karlmenn hefðu komið að máli við hana vegna bókarinnar þótt vissulega fleiri konur létu í sér heyra. 

Ljóðabókin Stökkbrigði skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn fjallar um þessa sáru reynslu að missa barn en síðari hlutinn um það að geta ekki meir, verða ofurþreyttur á verkefnunum. Og Hanna tók þetta ástand alvarlega m.a. annars með því að fara á námskeið í ritun og þar uppgötvaði hún mátt orðsins, hins frjálsa orðs, sem nota má um líðan og þannig sýna eigin tilfinningum tilhlýðilega virðingu og um leið líka tilfinningum annarra. En með orðum má svo líka gera grín að fullkomnunaráráttunni sem hrjáir okkur svo mörg.

Hún er til!

Hún er rétt undir kjörþyngd
öll föt fara henni vel
Hún er geislandi fögur
aldrei of eða vanmáluð
Hún er glaðvær og skemmtileg
og á fjöldann allan af vinum
Hún er meistarakokkur
kattþrifin og ótrúlega smekkleg
Hún er gáfuð, skiplögð og sjálfstæð
og veit alltaf hvað hún vill
Hún er í fantaformi
og aldrei þreytt

( ...)

Hún er úr plasti og heitir Barbie

Hanna Óladóttir sat gjarna á kaffihúsum þegar hún orti ljóðin sem nú eru ljóðabókin Stökkbrigði og hún notaði símann til að skrá ljóðin niður og halda til haga.

Hanna hefur áfram að yrkja eftir að Stökkbrigði kom út en, segir að, líklega muni líða einhver tími þar til orðin verður til bók.

Augljóslega hefur Hanna Óladóttir fundir góða aðferð til að hugsa um það sem liggur henni á hjarta og hún vill deila með okkur hinum.