Undarlegir hlutir gerast í leikritinu Elsku Míó minn sem flutt verður í Útvarpsleikhúsinu í vor. Leikarar eru á öllum aldri og fyrsti samlestur fór fram í dag.
Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri segir þetta líklega stærsta leikverk Útvarpsleikhússins í ár.
„Þetta er eitt af þessum ævintýrum sem Astrid Lindgren skrifaði fyrir börn sem eru ódauðleg og krakkar þekkja Línu langsokk og Emil í Kattholti og Bróður minn Ljónshjarta og Elsku Mio minn og þetta er bara eitthvað sem er nauðsynlegt í uppvextinum fyrir öll börn.“
Leikgerðin er sænsk og í íslenskri þýðingu Þórarins Eldjárns.
„Þetta er voða spennandi, hann býr sem sagt hjá Erlu og Sigsteini, þau eru fósturforeldrar hans og honum líkar ekkert sérstaklega vel við þau, en síðan gerast undarlegir hlutir og allt í einu er hann staddur í landinu í fjarska,“ segir Ágúst Beinteinn Árnason sem leikur Míó.