Kastljós frumsýndi í kvöld fyrstu stikluna úr sjónvarpsþáttunum Ófærð sem kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur framleiðir. Þættirnir eru dýrasta íslenska sjónvarpsefni og gengið hefur frá samningum við alla ríkisstöðvarnar á Norðurlöndunum um sýningar á þáttunum.

Þættirnir verða sýndir á RÚV en einnig hefur verið gengið frá samkomulagi um að þeir verði sýndir á BBC4. Þetta verður fyrsta íslenska dramaþáttaröðin sem sýnd verður á BBC en áður hafði Næturvaktin verið sýnd á sömu stöð.