Þessum viðburði er lokið og því hefur streymið verið fjarlægt.

Fólk sem keypti íbúðir af Félagi eldri borgara í Reykjavík þarf að greiða milljónum meira en um var samið eða hætta við kaupin. Áfall, segir kona sem var krafin um sjö milljónir aukalega. Viðbrögð þingmanna Miðflokksins við áliti siðanefndar benda til að þeir iðrist ekki gjörða sinna, segir forsætisráðherra. Hún segir ummælin á Klaustri hafa einkennst af kvenfyrirlitningu og fötlunarfordómum og séu fullkomlega óafsakanleg