Ágústa Eva Erlendsdóttir og Magni Ásgeirsson fluttu saman framlag Hollendinga sem lenti í öðru sæti í Eurovision árið 2014, en það heitir Calm After The Storm og var þá flutt af tvíeykinu The Common Linnets. Í þetta sinn var það flutt með íslenskum texta eftir Sævar Sigurgeirsson og heitir „Þar til storminn hefur lægt“.
Ágústa og Magni hafa bæði tekið þátt í Söngvakeppninni en þó með afar ólíkum lögum. Þau tóku saman dúett á meðan áhorfendur gerðu upp hug sinn í símakosningunni á seinni undanúrslitakvöldi Söngvakeppninar í ár.