Þessum viðburði er lokið og því hefur streymið verið fjarlægt.

Alþingi er sett í dag, 150. löggjafarþing. Athöfnin hófst með guðsþjónustu klukkan 13:30. Klukkan 14 hefst svo athöfn í Alþingishúsinu með ræðu Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Alþingis.

Félagar í Schola cantorum syngja við þingsetningarathöfnina, undir stjórn Harðar Áskelssonar. Þá flytur forseti Alþingis ávarp. 

Yfirlit helstu atriða þingsetningar

Kl. 13:25 Þingmenn ganga til kirkju.
Kl. 13:30 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni.
Kl. 14:05 Þingmenn ganga úr kirkju í Alþingishúsið.
• Félagar í Schola cantorum syngja Vorlauf. Lag: Hildigunnur Rúnarsdóttir. Ljóð: Þorsteinn Valdimarsson.
• Forseti Íslands setur þingið og flytur ávarp
• Félagar í Schola cantorum syngja Hvert örstutt spor. Lag: Jón Nordal. Ljóð: Halldór Laxness.
• Forseti Alþingis stýrir þingfundi, býður þingmenn velkomna og flytur ávarp.
Kl. 14:40 Hlé á þingsetningarfundi fram til kl. 16:00.
Kl. 16:00 Útbýting fjárlagafrumvarps 2020, tilkynningar og hlutað um sæti þingmanna.
Kl. 16:20 Fundi slitið.