Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, fylgdi forsætisráðherrum Norðurlandanna og Angelu Merkel kanslara Þýskalands til Viðeyjar laust fyrir hádegi í dag.

Upp úr klukkan 13:30 á eftir hefst blaðamannafundur í Viðey með norrænu leiðtogunum og Merkel. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpinu og á vef RÚV.