Tvisvar til þrisvar sinnum fleiri sækja um leyfi til hreindýraveiða en þeir sem fá leyfið. Umsóknarferlið er happadrætti, segir Skarphéðinn G. Þórisson hjá Náttúrustofu Austurlands.

Skarphéðinn sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að í ár hafi veiðileyfi verið veitt fyrir um 1.400 hreindýr. Skarphéðinn segir andvirði veiðileyfanna skiptast á milli bújarða fyrir austan. Ágangur dýranna sé meðal annars metinn til ákvarða hlut hverrar jarðar. Greiðslan geti verið allt að nokkur hundruð þúsund krónum. Þá sé hluti andvirðisins nýttur í utanumhald. Skarphéðinn segir Umhverfisstofnun halda utan um veiðina en að Náttúrustofa Austurlands sjái um að vakta dýrin. 

Á sumrin er hreindýrastofninn talinn vera um 7.000 dýr. Skarphéðinn segir að markmið með veiðunum hér á landi sé að viðhalda heilbrigðum, sjálfbærum stofni. Á hverju ári sé veiðikvóti lagður til sem tekur mið af því að dýrin verði ekki of mörg á hverju svæði. Kvótinn sé síðan hækkaður og lækkaður í takt við stofninn.