Spánnýtt myndband við Evróvisjónlagið, Aftur heim, var frumflutt í Kastljósi í kvöld.

Vinir Sigurjóns Brinks voru í síðustu viku við tökur á myndbandinu í Mosfellsdal og gengu þær afar vel að sögn Þórunnar Ernu Clausen, ekkju Sigurjóns. 

Myndbandið var tekið upp í hlöðu og er sagt vera í anda Sjonna, þar sé gleði og kátína ráðandi.   Lagið er sungið á ensku.  Enska útgáfan var frumflutt á Rás tvö í dag og svo myndbandið í Kastljósi í kvöld.

 

Coming Home