Til að skara fram úr í Kappsmáli dugir ekki alltaf að búa að góðum orðaforða. Til að öngla saman aukastigum gætirðu þurft að færa sannfærandi rök fyrir vafasömum svörum.

Stefán Pálsson og Maríanna Clara Lúthersdóttir keppa gegn Ragnari Ísleifi Bragasyni og Friðgeiri Einarssyni í næsta þætti Kappsmáls, nýjum skemmtiþætti um íslenskt mál.

Stjórnendur þáttarins eru Björg Magnúsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason. Boðið verður upp á fjölbreytt og skemmtilegt hlaðborð sem tengist íslensku máli með einum eða öðrum hætti. Þættirnir eru sýndir á RÚV á föstudagskvöldum.

Smelltu á spilarann til að sjá brot úr næsta þætti.