Bjarney Anna Jóhannesdóttir hefur elskað söng frá því hún man eftir sér. Hún fer sínar eigin leiðir í sköpuninni og segist hafa fæðst sem listamaður. „Ég hef aldrei verið neitt annað. Þannig að það hlýtur eiginlega að vera.“

„Ég er mest að búa til tónlist, mála og teikna, og svo aðeins að vinna í skúlptúrum og í því að mála dúkkur,“ segir Bjarney. Hún segist þrátt fyrir það ekki hafa neina hæfileika. „Einu hæfileikarnir sem ég hef er að fá áhuga á einhverju og vinna í því þangað til ég fæ hæfileika.“ Bjarney semur öll sín lög sjálf en hún hefur gefið út tvo geisladiska með frumsömdu efni auk þess sem hún leikur af og til á tónleikum.

Rætt var við Bjarneyju Önnu Jóhannesdóttur í Með okkar augum. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinn auk eldri þátta í spilara RÚV.