Stór byggingakrani féll á einbýlishús í Urriðaholti í Garðabæ í hádeginu í dag. Vinnueftirlitið hefur verið kallað á staðinn.
Í frétt mbl.is af atvikinu kemur fram að enginn virðist hafa slasast en þak hússins hafi skemmst.
Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Miðhálendi. Á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir suðaustan 15 til 23 metrar á sekúndu og rigningu eða slyddu í dag.