Sögur - verðlaunahátíð barnanna fór fram með glæsibrag sunnudaginn 2. júní þar sem mörg af helstu skáldum, tónlistarfólki og skemmtikröftum þjóðarinnar voru verðlaunuð. Sýning ársins var Matthildur í Borgarleikhúsinu. Hatari fékk tvenn verðlaun en heiðursverðlaunin hlaut Ólafur Haukur Símonarson.

Hátíðin er uppskeruhátíð Sagna en að verkefninu standa margar stofnanir með það að markmiði að upphefja barnamenningu á Íslandi. Sigyn Blöndal sjónvarpsstjarna var kynnir kvöldsins, en meðal þeirra sem afhentu verðlaunin að þessu sinni voru Ævar Þór Benediktsson leikari og rithöfundur, Þuríður Blær Jóhannsdóttir leikkona og tónlistarkona og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Skemmtiatriðin voru ekki af verri endanum en það voru þau Jón Jónsson, Salka Sól og Æskusirkusinn sem skemmtu áhorfendum.

Verðlaunað var í ýmsum flokkum.

Heiðursverðlaun kvöldsins hlaut Ólafur Haukur Símonarson fyrir áralangt framlag sitt til barnamenningar. Hann nefndi meðal annars í ræðu sinni að þetta væru þau verðlaun sem honum þykir mest vænt um að hafa unnið. 

Matthildur sem sýnd var í Borgarleikhúsinu var kosin sýning ársins.

Fjöllistahópurinn Hatari hlaut samtals tvenn verðlaun fyrir bæði lag ársins, Hatrið mun sigra, og sem tónlistarflytjandi ársins.

Sjónvarpsstjarna ársins var Erlen Ísabella Einarsdóttir fyrir Jólastundina og Úti í umferðinni en hún var fjarverandi við verðlaunaafhendinguna. Hún tók við verðlaununum nokkrum dögum fyrr þar sem hún var blekkt að hún væri að taka upp auglýsingu en hún var í raun að taka við verðlaunum.

Skólahreysti bar sigur úr bítum í flokkinum barna- og unglingaþáttur í sjónvarpi annað árið í röð.

Ísey Heiðarsdóttir var valin leikkona ársins fyrir Víti í Vestmannaeyjum sem einnig var valið leikið efni ársins. Siggi Sítróna var sú íslenska bók sem krökkunum og ungmennum þótti standa upp úr á árinu en Gunnar Helgason sem bæði skrifaði bókina Víti í Vestmannaeyjum og Sigga sítrónu talaði svo lengi í sinni þakkarræðu að hann fékk slím yfir sig allan. 

Óli Kaldal hafði áður unnið stuttmyndahandritasamkeppni Sagna og var myndin hans Aftur í tímann framleidd af Stundinni okkar. Í gær voru hann og Magdalena Andradóttir valin sem eitt af handritum ársins og verður leikritið þeirra Töfraperlan sett upp í Borgarleikhúsinu. 

Hægt er horfa á útsendinguna í heild hér.

 

Verðlaunahafar og tilnefningar í öllum flokkum voru sem hér segir:

LAG ÁRSINS efstu þrjú
Hatrið mun sigra – SIGURVEGARI
Á sama tíma á sama stað
Í átt að tunglinu

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS efstu þrír
Hatari – SIGURVEGARI
JóiP x Króli
Friðrik Dór

TEXTI ÁRSINS efstu þrír
Draumar geta ræst – SIGURVEGARI
Hatrið mun sigra
Í átt að tunglinu

BARNA- OG UNGLINGAÞÁTTUR Í SJÓNVARPI efstu þrír
Skólahreysti – SIGURVEGARI
Krakkafréttir
Skrekkur

FJÖLSKYLDURÞÁTTUR Í SJÓNVARPI efstu þrír
Suður-Ameríski draumurinn – SIGURVEGARI
Fjörskyldan
Hvað höfum við gert

SJÓNVARPSSTJARNA ÁRSINS efstu þrjár
Erlen Ísabella Einarsdóttir – SIGURVEGARI
Auðunn Blöndal
Jón Jónsson

LEIKIÐ EFNI
Víti í Vestmannaeyjum – SIGURVEGARI
Venjulegt fólk
Lói þú flýgur aldrei einn
Týndu jólin

SÝNING ÁRSINS efstu þrjár
Matthildur – SIGURVEGARI
Ronja
Þitt eigið leikrit

LEIKKONA/LEIKARI ÁRSINS efstu þrjú:
Ísey Heiðarsdóttir – Víti í Vestmannaeyjum – SIGURVEGARI
Börnin í Matthildi
Lúkas Emil Johansen - Víti í Vestmannaeyjum

HEIÐURSVERÐLAUNAHAFI SAGNA 2019
Ólafur Haukur Símonarson

BÓKAVERÐLAUN BARNANNA - Íslenskar bækur
Siggi Sítróna – Gunnar Helgason - SIGURVEGARI
Þitt eigið tímaferðalag - Ævar Þór Benediktsson
Fíasól gefst aldrei upp - Kristín Helga Gunnarsdóttir
Henri rænt í rússlandi - Þorgrímur Þráinsson
Orri óstöðvandi - Bjarni Fritzson

BÓKAVERÐLAUN BARNANNA - Þýddar bækur
Dagbók Kidda klaufa – Þýðandi Helgi Jónsson – SIGURVEGARI
Handbók fyrir ofurhetjur, annar hluti: Rauða gríman - þýðandi Ingunn Snædal
Leyndarmál Lindu: sögur af ekki-svo gáfaðri sem veit-allt - þýðandi Helgi Jónsson
Miðnæturgengið - þýðandi Guðni Kolbeinsson
Verstu börn í heimi 2 - þýðandi Guðni Kolbeinsson

SMÁSAGA ÁRSINS YNGRI
Hringurinn - Róbert Gylfi Stefánsson - SIGURVEGARI
Fallega blómið - Ólafur Hrafn Hlíðar Eyrúnarson
Sumarsveinninn - Vignir Snær Brynjarsson

SMÁSAGA ÁRSINS ELDRI
Endurfundir - Daníel Björn Baldursson - SIGURVEGARI
Eir - Eybjört Ísól Torfadóttir
Útilegumannasaga/Leyndarmál Guðna forseta - Orri Eliasen

HANDRIT ÁRSINS (STUTTMYND)
Húsvörðurinn - Isolde Eik Mikaelsdóttir
Bekkjarkvöldið - Iðunn Óskarsdóttir
Klaufski leyniþjónustumaðurinn
Lúlli - Ólafur Gunnarsson Flóvenz og Hannibal Máni K. Guðmundsson
Aftur í tímann - Óli Kaldal Jakobsson
Súru baunirnar - Lára Rún Eggertsdóttir
Vinabönd - Jóhanna Guðrún Gestsdóttir

HANDRIT ÁRSINS (LEIKRIT OG ÚTVARPSVERK)
Töfraperlan - Óli Kaldal og Magdalena Andradóttir – SIGURVEGARI (Verður sett upp í Borgarleikhúsinu)
Rauða Valkyrjan - Embla Karen Egilsdóttir
Ótti - Rannveig Guðmundsdóttir og Valentína Rún Ágústsdóttir SIGURVEGARI (Verður sett upp í Borgarleikhúsinu)
Tímaflakkarar - Ísleif Auður Jónsdóttir, Valdimar Tómasson, Nikola Jóhannsson, Hilmar Sigtryggsson og Hugi Steinn Hlynsson
Hellirinn - Gróa Margrét Viðarsdóttir og Elna Rut Haraldsdóttir
Frúin í Hamborg - Þórarinn Þóroddsson og Anna Kristín Þóroddsdóttir - SIGURVEGARI (Verður sett upp hjá Leikfélagi Akureyrar)
Lífið í norðurljósunum - Selma Bríet Andradóttir – SIGURVEGARI (Verður gert að útvarpsleikriti hjá RÚV)