„Bókabíllinn er fimmtíu ára í ár og af því tilefni ætlum við að kolefnisjafna bílinn og planta um fimm þúsund trjám á móti þeim milljón kílómetrum sem bókabílnum hefur verið ekið þessa hálfu öld," segir Guríður Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri hjá Borgarbókasafninu.

„Bókabíllinn fer um borgina alla vikuna og stoppar yfirleitt einu sinni í viku á hverjum stað. Þetta er þjónusta sem er mest notuð af eldra fólki og af börnum og fólk er afar þakklátt fyrir að fá bækurnar svona heim að dyrum hjá sér," segir Guðríður.