Slökkviliðsmenn komu fjórum mönnum til bjargar sem sátu fastir á svölum íbúðar þar sem eldur kom upp á fjórða tímanum í dag. Íbúðin er bakvið Húsasmiðjuna við Dalshraun í Hafnarfirði. Slökkviliðsmenn eru nú að vinna í því að slökkva í glæðum og „komast fyrir þetta,“ eins og varðstjóri hjá slökkviliðinu orðaði það.
Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að tilkynning barst um eld í íbúðinni og var mikill viðbúnaður á svæðinu.
Slökkvilið þurfti að brjóta sér sér leið í gegnum þak hússins en eldurinn logaði á efri hæð. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var enginn inn í íbúðinni sjálfri þegar eldurinn kom upp og engan sakaði. Mönnunum fjórum var hins vegar bjargað niður af svölum íbúðarinnar.
Eldurinn kom upp í húsi á bak við Húsasmiðjuna, Hjólasprett og American Style.
RÚV – Rakel Þorbergsdóttir
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna brunans.
RÚV – Rakel Þorbergsdóttir