Til forna var sólarhringnum skipt í fjóra hluta: Morgun, dag, aftan og nótt og hverjum hluta skipt í tvær eyktir.
Eyktirnar eru: Ótta kl. 3, miður morgunn eða rismál kl. 6, dagmál kl. 9, miðdegi eða hádegi kl. 12, nón kl. 15, miðaftann kl. 18, náttmál kl. 21 og svo miðnætti sem einnig var kallað lágnætti.
Orðið eykt er að líkindum leitt af sögn yfir það að spenna fyrir og átti við um tímann sem dráttardýr voru spennt fyrir plógi eða hlassi, segir í Íslenskri orðsifjabók.
Málfarsmínútan er flutt á Rás 1 þrisvar í viku.