Aníta Hinriksdóttir komst í úrslit í 800 metra hlaupi á Evrópumótinu innanhúss í frjálsum íþróttum í Prag í dag á tímanum 2:02,31.
Aníta leiddi nánast frá byrjun en stífnaði upp síðustu hundrað metrana. Hún missti tvær fram úr sér en náði að tryggja sér þriðja sætið á síðustu metrunum og þar með sæti í úrslitum.
Aníta var ekki langt frá sínu besta. Í undanrásum í gær hljóp hún á tímanum 2:01,56 og bætti Evrópumet unglinga í 800 metra hlaupi innanhúss.
ATH: Það getur smá tíma fyrir myndbandið að hlaðast upp.