Tap af rekstri álvers Rio Tinto í Straumsvík í Hafnarfirði nam rúmlega fimm milljörðum króna í fyrra. Hálf öld er í dag frá því kveikt var á álbræðslunni.

Atvinnulíf á Íslandi var fremur einhæft fram yfir miðja síðustu öld, og segja má að álverið í Straumsvík hafi verið fyrsta stórverksmiðjan í landinu. Samhliða var reist fyrsta stórvirkjunin á Íslandi, Búrfellsvirkjun í Þjórsá, sem knúði álverið.