Í Landmannalaugum er rekin verslunarkjarni á hjólum. Regnslár, handklæði, kaffi og kex eru einna vinsælustu vörurnar. Dæmi eru um að ferðamenn fari ekki með neitt nesti á hálendið, og verslunin er því kærkomin búbót. Versluninni og allt sem henni fylgir er ekið upp eftir um leið og veður og færð leyfa, og svo ekið burt aftur að hausti.

Verslunarkjarninn kallast Mountain Mall, og er rekinn í þremur gömlum amerískum skólarútum.

Reksturinn má rekja til þess þegar fjölskyldan í Gíslholti var fengin til að grisja fisk úr vötnunum í friðlandinu. Veiðin var svo seld úr skottinu á Land Rover jeppa fjölskyldunnar.  Eftir því sem eftirspurn eftir fiski og öðrum nauðsynjavörum jókst ákvað fjölskyldan að bjóða upp á meira úrval. Þetta hefur síðan undið upp á sig og nú er rekin verslun og súpueldhús á svæðinu.

Í myndskeiðinu hér fyrir ofan segir Íris Þóra Sverrisdóttir frá Gíslholti okkur frá rekstrinum.