Formaður Sambands sveitarfélaga segist stolt af því skrefi sem sveitastjórnarfólk sé að taka með því að samþykkja tillögu um að hækka viðmið um lágmarksíbúafjölda í hverju sveitarfélagi. Tillaga til þingsályktunar þess efnis var samþykkt í dag.
Sveitastjórnarfólk víðs vegar að kom saman á Grand hótel í dag. Þar var fjallað um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019 -2033, svokallaða Grænbók.
Meðal þess sem var rætt á þinginu var sameining sveitarfélaga.
„Það sem hefur vakið hvað mesta athygli er tillaga sem er gerð um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögunum. Í fyrsta skrefi verði það fært upp í 250 íbúa en síðan árið 2026 verði ekkert sveitarfélag með færri en 1000 íbúa“
Verði lágmarkið hækkað er viðbúið að sveitarfélögum landsins fækki. Aldís segir tillöguna marka tímamót í sveitarstjórnarmálum.
„Núna held ég að það sem gerist í kjölfarið af þessum fundi að sveitarstjórnarmenn vita hver framtíðin er og hvað þarf að gera til að ná þessu markmiði. Ég held að við förum almennt heim og skoðum þá möguleika sem eru til staðar varðandi sameiningu við nágranna okkar,„
Í kjölfar ályktunar þingsins fer málið til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Aldís vonast eftir jákvæðri umsögn um málið á Alþingi.
„Mér finnst ólíklegt annað en að alþingismenn virði þessa niðurstöðu sem við höfum náð hér á þinginni sveitarstjórnarmenn. Hafið þið heyrt í alþingismönunm um þeirra afstöðu til málsins? Ekki nema einum og einum. Ég á ekki von á öðru en að þetta verði samþykkt á haustþingi,“ segir Aldís