Flutningur Aarons Ísaks Berry á laginu Love of my life eftir Freddy Mercury þótti skara fram úr að mati dómnefndar Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin var á Akranesi í kvöld.
Í öðru sæti varð Anna Róshildur Benediktsdóttir úr Menntaskólanum við Hamrahlíð sem klæddi Súrmjólk í hádeginu eftir Bjartmar Guðlaugsson í nýjan búning.
Fulltrúi Verzlunarskóla Íslands, Diljá Pétursdóttir, hreppti svo þriðja sætið fyrir flutning sinn á laginu Creep með ensku hljómsveitinni Radiohead.