Charlotta Pisinger, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og formaður tóbaksvarnarnefndar evrópskra lungnasérfræðinga, segir að rannsóknir bendi eindregið til þess að rafrettur hafi skaðleg áhrif á notendur þeirra. Rætt verður við Charlotte í Kastljósi í kvöld.

Hún segir að nú þegar hafi 43 lönd bannað rafrettur og mörg lönd séu að setja strangari skilyrði varðandi sölu þeirra, t.d. með því að banna bragðefni sem höfði til ungmenna.

Rafrettur hafi í fyrstu verið kynntar sem tæki til að hætta reykingum en staðreyndin sé að engum framleiðanda hafi tekist að skrá rafrettu sem slíkt hjálpartæki því rannsóknir styðji ekki við þá fullyrðingu. Þess í stað séu rafrettur nánast einvörðungu markaðssettar til að höfða til ungs fólks.

„Þegar við dröfum þetta saman þá koma í ljós fjöldi vísbendinga um að þessar vörur verða skaðlegar,“ segir Pisinger. Um það bil þriðjungur rannsókna hafa verið gerðar fyrir tóbaksfyrirtæki eða hægt að kasta rýrð á hlutlægni þeirra. „Þegar við aðskiljum þær rannsóknir sem gætu verið hagsmunaárekstrar sést að minna en 8% þeirra rannsókna komast að niðurstöðu um að rafrettur séu skaðlegar. Í 95% þeirra rannsókna þar sem ekki eru hagsmunaárekstrar er niðurstaðan sú að rafrettur séu skaðlegar.“