Óskar Hrafn Þorvaldsson getur fagnað sínum fyrsta Íslandsmeistartitli sem þjálfari eftir að Bestu deild karla í knattspyrnu lauk í kvöld. Óskar er hér í viðtali rétt eftir sigurleik Blika gegn Víkingum í dag.

„Mér líður bara ágætlega. Við höfum haft ágætan tíma til að þetta síist inn. Bara fínt, ágætt. Ég er glaður fyrir hönd liðsins, leikmannanna og félagsins. Þetta er stór stund. Við erum búnir að bíða lengi, tólf ár. Nú er það skylda okkar að halda áfram, hækka ránna.

Óskar var spurður hvernig tilfinningin væri að sitja á hátindi
íslenskrar knattspyrnu.

„Mér líður ágætlega þó mér líði alls ekki eins og ég sé á einhverjum hátindi. Mér líður eins og ég sé í einhverri blokk, í einhverjum stigangi í blokk og er bara rétt að labba upp á fyrstu hæðina. Ég held að bæði ég og liðið og félagið eigi heilan helling inni.

„Ég vil ekki eyðileggja partýið eða eitthvað þannig. En auðvitað er mikilvægt að á sama tíma og við gleðjumst yfir þessu. Þá verðum við að passa okkur á því að hungrið sé ennþá til staðar til að reyna að gera betur. Að reyna að fara lengra í Evrópu og reyna að vera betri á móti góðu liðunum í Evrópu. Svo munu Víkingur, Valur, KR Stjarnan, KA og FH, öll þessi lið munu koma sterkari til leiks á næsta ári.

Þá ræddi Óskar einnig horfur liðsins á næsta ári og hvernig
tilfinnigin er að fá loksins að fagna almenninlega þegar skjöldurinn
fór á loft.

Auk þess ræddi hann leik dagsins en óhætt er að segja að mikill rígur
sé að myndast milli Blika og Víkinga.