Þessum viðburði er lokið og því hefur streymið verið fjarlægt.

Fjárhagsvandi Íbúðalánasjóðs gæti orðið til þess að lífeyrisgreiðslur skerðist. Enn er þó of snemmt að segja til um það, segir framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs. Viðræður um tvöhundruð milljarða króna skuldbindingu ríkissjóðs vegna Íbúðalánasjóðs hefjast í vikunni.

Eldfjallafræðingar segja skjálftana við Herðubreið enn frekara merki um að eldstöðvakerfið við Öskju sé að rumska. 

Við vitum ekki hvern við eigum að óttast, segir einn af fjölmörgum íbúum Kherson í Úkraínu, sem Rússar hafa hvatt til að flýja. Skömmtun á rafmagni hefur einnig haft mikil áhrif á líf fólks í landinu.

Til að fá fleiri til að taka strætó þarf fólk að geta treyst því að það taki ekki lengri tíma en að fara með einkabíl. Samgönguverkfræðingur segir að efla þurfi Strætókerfið til að gera hann að fýsilegri kosti fyrir fleiri. 

Nikótínpúðar geta étið upp tannholdið, ef fólk notar of mikið af þeim, segir munnholssérfræðingur. Þeir séu mögulega verri en munntóbak. Þriðjungur framhaldsskólanema yfir átján ára notar púðana.