Formaður Læknafélags Íslands segir að engar heimildir lengur í útlendingafrumvarpinu sem var lagt fram fyrir helgi sem brjóta siðareglur heilbrigðisstarfsmanna. Ekki verði heimilt að afhenda vottorð gegn vilja fólks nema með dómsúrskurði.
Rishi Sunak bauð sig í morgun formlega fram sem leiðtogi breska íhaldsflokksins. Búist er við sams konar tilkynningu frá Boris Johnson fljótlega en þeir áttu fund í gærkvöld.
Stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur við Herðubreið reið yfir í gærkvöld. Hrinan stendur enn yfir.
Xi Jinping forseti Kína verður leiðtogi kommúnistaflokksins til næstu fimm ára, samkvæmt samþykkt miðstjórnar flokksins. Kjörið gerir hann að valdamesta leiðtoga landsins frá því á tímum Maós Zedong.
Fjölmenn samstöðumótmæli með írönskum konum og andófi gegn klerkaveldinu í Íran voru haldin í borgum víða um heim í gær.
Nærri hundrað ára gamall skólaskápur er á meðal dýrgripa sem verða til sýnis á Eyrarbakka í dag, þegar varðveisluhús Byggðasafns Árnesinga verður opið gestum.
Magnus Carlsen heimsmeistari í skák er væntanlegur til landsins í kvöld.