Þessum viðburði er lokið og því hefur streymið verið fjarlægt.

Nýtt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra leysir á engan hátt þann vanda sem við blasir í málefnum flóttamanna, að mati þingmanns Pírata. Frumvarpið sé að mestu óbreytt frá því í febrúar, þegar það var síðast lagt fram. Þetta er fimmta tilraun ráðherra til að breyta útlendingalögum.

100 flóttamenn hafa komið til landsins í þessari viku. Aðeins fimm sveitarfélög taka á móti þeim, en vonast er til að fleiri bætist í hópinn fljótlega. 

Það ætti að reka allt þetta lið, segir stuðningsmaður breska Íhaldsflokksins um stöðuna í flokknum um þessar mundir. Boris Johnson er talinn eiga möguleika á að endurheimta leiðtogasætið en tvö önnur eru um hituna.

Sýrlendingar sem hafast við í flóttamannabúðum hafa fundið leið til að afla sér fjár í gegnum samfélagsmiðilinn TikTok. Aðeins lítill hluti skilar sér þó til þeirra því TikTok hirðir um 70 prósent af öllum peningunum. 

Kakkalakkar hafa fundist inni í dyrasímum og fjarstýringum, og virðast vera að hasla sér völl hér á landi. Meindýraeyðir segir að útköll vegna kakkalakka hafi tvöfaldast síðan í fyrra.