Þessum viðburði er lokið og því hefur streymið verið fjarlægt.

Margra daga vangaveltum um hve lengi Liz Truss yrði forsætisráðherra Bretlands lauk í hádeginu í dag, þegar hún sagði af sér. Íhaldsflokkurinn stefnir á að velja nýjan leiðtoga innan viku; og margir innan flokksins vilja Boris Johnson aftur í embætti.

Fimm alvarleg slys, þar af þrjú banaslys, hafa orðið í Kirkjufelli á síðustu fjórum árum. Íbúar í Grundarfirði og landeigendur eru áhyggjufullir og segja að grípa þurfi inn í. 

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp þyngstu refsingu sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi í dag. Fjórir menn fengu tíu og tólf ára fangelsisdóm. 

Viðbragðsáætlanir vegna mögulegs Kötlugoss eru í endurskoðun. Leiðsögumenn eru við öllu búnir, en ferðamenn hafa litlar áhyggjur af jarðhræringum á svæðinu.

Börn á flótta sem koma hingað til lands geta ekki byrjað í skóla fyrr en þau eru komin í varanlegt húsnæði. Biðin getur verið margir mánuðir.