Nýtt fyrirkomulag á efstu deild karla í fótbolta, að tvískipta deildinni og láta hvert lið leika auka fimm leiki, er notast við í fyrsta sinn í ár. Við tókum púlsinn á stuðningsfólki Fram og ÍBV fyrir leik liðanna í Bestu deild karla í dag, og spurðum hvað því þætti um þetta nýja fyrirkomulag.

Almennt eru flestir sammála um að þessi frumraun sé ekki vel heppnuð en þó eigi að gefa þessu fyrirkomulagi tækifæri í einhver ár. „Við vitum ekki nema við prófum," sagði einn áhorfandinn sem rætt var við í innslaginu sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan.

349 áhorfendur sáu ÍBV vinna Fram í dag og formlega kveðja falldrauginn en Fram var þegar öruggt með sitt úrvalsdeildarsæti sitt og hafði að sáralitlu að keppa.