Átök hafa einkennt störf Alþýðusambands Íslands síðustu daga en þingi sambandsins var frestað á dögunum eftir flokkadrætti og deilur. Í safni Ríkisútvarpsins er að finna fjölbreytt efni sem tengist starfi sambandins. Hér er gripið niður í dagskrá sem sett var saman árið 1966 í tilefni fimmtíu ára afmælis sambandsins.

Upptökur sem þessar segja margt til um tíðaranda, þó viðfangsefnin séu líka á stundum þau sömu. Í gegnum þau stuttu brot sem hér eru klippt saman úr þessari dagskrá, sem var klukkustund og tuttugu mínútur að lengd, má heyra að vélvæðingin er mönnum ofarlega í huga. Já, aðallega mönnum, því að í dagskránni allri er aðeins talað stuttlega við eina konu, 

Samtakamátturinn mikilvægastur

Brotin tala sínu máli, en víst er að samtakamátturinn og vinnan við að koma sambandinu á fót hafa verið megin inntak dagskrárinnar.  Og svo er tekið í nefið. 

Með upptökunni fylgja í safni Ríkisútvarpsins eftirfarandi upplýsingar um dagskrána í heild sinni:

ASÍ 50 ára - 12. mars 1966

Dagskrá á hálfrar aldar afmæli Alþýðusambands Íslands

Alþýðukórinn : Internationalinn  1.30 mín

Ræða: Hannibal Valdimarsson  6.00 mín

Annáll úr sögu sambandsins . Bergsteinn Jónsson cand mag. og lesari með honum er Kristinn Kristmundsson stud. mag  20.00 mín

Viðtal: Stefán Jónsson ræðir við Ottó N. Þorláksson (þetta viðtal er unnið úr öðru viðtali)  6.00 mín

Söngur: Liljukór syngur "Sjá hin ungborna tíð"  2.00 mín

Upplestur: Óskar Halldórsson les Brautina e. Þorst. Erlings.  4.00 mín

Söngur. Liljukórinn. syngur "Sjá roðann í austri"  1.30 mín

Ræður:
Eðvarð Sigurðsson alþm.  3.00 mín.
Jón Sigurðsson form. sjóm.fél. Reykjav.  3.00 mín
Björn Jónsson alþm.  3.00 mín

Söngur: Kristinn Hallsson syngur "Norðrið"  3.00 mín

Viðtöl, Guðgeir Magnússon blaðam. 10.00 mín  :
   Guðmund Ásgeirsson verkamann
   Ingibjörgu Guðmundsdóttur frú
   Þórólf Daníelsson prentara  
   Ólaf Davíðsson sjómann

Viðtal. Gísli Ástþórsson ræðir v. Jónas jónsson frá Hriflu  5.00 mín

Björn Th Björnsson, kynningar  9.00 mín

Sinfóníuhljómsveit Íslands "Eg vil elska mitt land"  1.30 mín
ATH, röð atriða er e.t.v. lítið breytt á bandinu

Nánar má lesa um sögu Alþýðusambands Íslands á vef þess, en þaðan er myndin hér að ofan fengin að láni